Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar

Líkamsræktarstöðvum verður heimilt að opna á morgun með ströngum skilyrðum samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra. Þetta er gert þvert á tilmæli sóttvarnalæknis sem segir óheppilegt að sú starfsemi fari aftur í gang. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá verður rætt við Guðmund Inga, formann félags fanga, um stöðu fíkla í heimsfaraldrinum. Hópur fólks í virkri neyslu hélt til í húsi sem kviknaði i fyrir helgi og voru tveir þeirra með kórónuveirusmit. Guðmundur Ingi segir úrræðaleysið algjört fyrir fólk í þessari stöðu.

Þá segjum við frá því að skólayfirvöld í Reykjavík hafi áhyggjur af fjölda barna sem eru í leyfi frá skóla vegna kórónuveirunnar, af öðrum ástæðum en að vera í einangrun eða sóttkví og við hittum Maríu Meðalfellsgæs sem nær illa að fóta sig í borgarlífinu og vantar nýtt heimili.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×