Innlent

Lögreglumenn og ríkið undirrituðu kjarasamning

Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Snorri Magnússon
Snorri Magnússon Foto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson

Eftir eins og hálfs árs þref hafa lögreglumenn og samninganefnd ríkisins loks náð saman og skrifað undir kjarasamning.

Deiluaðilar skrifuðu undir nýjan samning á sjötta tímanum í húsakynnum ríkissáttasemjara þar sem gamla hefðin um vöfflubakstur hefur verið endurvakin.

Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að samningurinn sé í anda Lífskjarasamninganna svokölluðu.

Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, bauð upp á vöfflur við undirritun samninganna í dag.Vísir/Sigurjón

„Við erum að taka upp stofnanasamningsumhverfi, svokallað, sem ríkisstofnanirnar allar vinna eftir og það hefur verið mjög lengi í fæðingu, ef svo má að orði komast, það kerfi allt saman og sú vinna í kringum það, en við teljum að þetta sé ágætur samningur fyrir okkar félagsmenn að teknu því tilliti,“ sagði Snorri í samtali við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttamann, skömmu eftir að skrifað var undir.

Aðspurður hvað felist í því sagði Snorri í raun um að ræða nýja endurröðun starfa inn í nýja launatöflu.

„Og ýmsir þættir sem koma þar til eins og menntun, sérhæfing og fleira í þeim dúr,“ sagði Snorri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×