Innlent

Unnu eina og hálfa milljón hver

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Aðalvinningur kvöldsins fór til Eistlands.
Aðalvinningur kvöldsins fór til Eistlands. Vísir/vilhelm

Þrír unnu rúma eina og hálfa milljón króna hver í þriðja vinning í Víkingalottói í kvöld, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Miðarnir voru keyptir í Bitahöllinni að Stórhöfða í Reykjavík og á Lottó.is.

Fyrsti vinningur að upphæð um 1,7 milljarði íslenskra króna hafnaði í skauti vinningshafa í Eistlandi og annar vinningur, 38 milljónir króna, fór til Noregs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×