Innlent

Morgunblaðið braut ekki gegn siðareglum í umfjöllun um nauðgunarleik

Morgunblaðið braut ekki gegn siðareglum
Morgunblaðið braut ekki gegn siðareglum
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands úrskurðaði í dag að Morgunblaðið hafi ekki brotið gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands í umfjöllun um nauðgunarleikinn "Rape Lay". Svavar Kjarrval kærði málið til Siðanefndarinnar fyrir hönd Istorrent. Svavar gerði athugasemdir við að greinarhöfundur Morgunblaðsins hafi ekki gert almennilega tilraun til þess að hafa samband við fulltrúa Istorrent áður en greinin var birt.

Kærandi sakaði líka greinarhöfund og Morgunblaðið um að sleppa því að nefna mikilvægar tæknilegar staðreyndir og þannig láta í veðri vaka að stjórnendur vefsvæðisins hefðu gert leikinn aðgengilegan á vefsvæðinu að eigin frumkvæði. „Með þessu hafi greinarhöfundur reynt að sverta orðspor Istorrents," eins og segir í kærunni. Þá hafi fyrirsögn greinarinnar gefið ranga eða ýkta mynd af tilgangi leiksins og hún verið valin til þess eins að sverta álit almennings í garð starfsemi Istorrents.

Siðanefnd Blaðamannafélagsins féllst ekki á athugasemdir kæranda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×