Innlent

Fyrr­verandi borgar­stjóri í for­sætis­ráðu­neytið

Atli Ísleifsson skrifar
Steinunn Valdís Óskarsdóttir var borgarstjóri í Reykjavíkur á árunum 2004 til 2006.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir var borgarstjóri í Reykjavíkur á árunum 2004 til 2006. Forsætisráðuneytið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, skrifstofustjóra yfir nýrri skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að umsækjendur um embættið hafi verið þrjátíu talsins. Ráðgefandi hæfnisnefnd mat sex umsækjendur vel hæfa og var Steinunn Valdís ein þeirra.

„Steinunn Valdís Óskarsdóttir lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og viðbótardiplóma í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla árið 2018. Árin 1986-1987 var Steinunn Valdís stjórnarráðsfulltrúi á launaskrifstofu fjármálaráðuneytis, borgarfulltrúi árin 1994-2007 og borgarstjóri í Reykjavík 2004-2006. Steinunn Valdís átti sæti á Alþingi 2007-2010. Frá 2011-2017 var hún sérfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra á skrifstofu innviða í innanríkisráðuneytinu. Frá febrúar 2017 hefur hún starfað sem sérfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra á skrifstofu ferðamála í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Steinunn Valdís hefur víðtæka þekkingu á jafnréttismálum. Hún starfaði m.a. fyrir Kvenfélagasamband Íslands árin 1992-1998 og sem framkvæmdastjóri kvennaheimilisins Hallveigarstaða 1996-1998. Hún var borgarfulltrúi fyrir Kvennalistann og síðar Reykjavíkurlistann og sat á þeim tíma í jafnréttisráði. Hún var formaður jafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar og formaður Svanna, lánatryggingarsjóðs kvenna um árabil,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.