Innlent

Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi

Andri Eysteinsson skrifar
Lögreglan á Suðurlandi.
Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn fólksins sem fórst í brunanum á Selfossi í gær.

Konan sem lést hét Kristrún Sæbjörnsdóttir. Kristrún var fædd árið 1971 og var búsett í Reykjavík. Kristrún lætur eftir sig þrjá syni.

Karlmaðurinn sem lést hét Guðmundur Bárðarson. Guðmundur var fæddur árið 1969 og var búsettur á Selfossi. Guðmundur var ókvæntur og barnlaus.

Bæði voru þau gestkomandi í húsinu, að sögn lögreglu.


Tengdar fréttir

Eldsupptök talin vera af mannavöldum

Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir karli og konu sem handtekin voru í tengslum við eldsvoða við Kirkjuveg á Selfossi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×