Innlent

Margrét Dana­drottning fagnar full­veldi Ís­lendinga í Hörpu

Atli Ísleifsson skrifar
Margrét Þórhildur Danadrottning.
Margrét Þórhildur Danadrottning. Getty/Ole Jensen

Margrét Þórhildur Danadrottning mun sækja fullveldisdagskrá í Hörpu í Reykjavík að kvöldi 1. desember og flytja þar ávarp.



Í tilkynningu frá forsetaembættinu kemur fram að hún hafi þekkst boð Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, um að heimsækja Ísland laugardaginn 1. desember næstkomandi og fagna með Íslendingum aldarafmæli fullveldisins.



„Danadrottning mun taka þátt í hinni fjölbreyttu dagskrá sem efnt verður til þann dag, meðal annars skoða sýningar í Hörpu og Listasafni Íslands, heimsækja Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta, og sitja hátíðarkvöldverð forsetahjóna á Bessastöðum,“ segir í tilkynningunni.



Greint var frá því í janúar að Danadrottning hefði þegið boð Guðna forseta um að heimsækja Ísland í tengslum við fullveldisafmælið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×