Innlent

Lögreglan lýsir eftir strokufanganum Birni

Samúel Karl Ólason skrifar
Björn Daníel Sigurðsson.
Björn Daníel Sigurðsson.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Birni Daníel Sigurðssyni, en hann skilaði sér ekki í afplánun á Vernd á tilsettum tíma um síðustu helgi.

Björn Daníel, sem er 26 ára, er 180 sm á hæð og um 80 kg. Hann var klæddur í íþróttafatnað og hvíta skó.

Þeir sem vita hvar Björn Daníel heldur sig, eða geta veitt upplýsingar um ferðir hans, eru vinsamlegast beðnir um að hringja strax í lögregluna í síma 112.


Tengdar fréttir

Í höndum lögreglu að hafa uppi á strokufanganum

Aðeins eitt og hálft ár er liðið frá því að maðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottalega árás á fyrrverandi sambýliskonu sína sem sagði hann haldinn miklum ranghugmyndum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.