Innlent

Skaftárhlaupi að mestu lokið

Atli Ísleifsson skrifar
Hlaupið í Skaftá er eitthvert stærsta jökulhlaup frá upphafi mælinga.
Hlaupið í Skaftá er eitthvert stærsta jökulhlaup frá upphafi mælinga. Vísir/Einar Árna

Rennsli í Skaftá er aftur komið í eðlilegt horf miðað við árstíma. Skaftárhlaupi því að mestu lokið.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar.

Þar segir ennfremur að enn mælist mikið rennsli í Grenlæk og Tungulæk þar sem vatnshæð standi hátt, en áætlað sé að það muni taka sjö til átta daga að ná jafnvægi.



Skaftárhlaupið nú var stærra að rúmmáli til en hlaupið 2015 og eitthvert stærsta jökulhlaup í Skaftá síðan mælingar hófust. Sambærileg hlaup að rúmmáli féllu 1970, 1982, 1984 og 1995 auk hlaupsins 2015.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×