Innlent

Tafir á skráningu 32 sæta skrúfuþotu flugfélagsins Ernis

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Dornier-vélin sem flugfélagið Ernir keypti í Þýskalandi.
Dornier-vélin sem flugfélagið Ernir keypti í Þýskalandi. Hörður Guðmundsson

Dornier-skrúfuþota sem Flugfélagið Ernir keypti í vetur og kom til landsins fyrir rúmum sex vikum stendur enn ónotuð í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli.

Dornier-vélin er 32 sæta og því umtalsvert stærri en þær nítján sæta vélar sem Ernir hefur haft stærstar í flota sínum fram að þessu. Að sögn Harðar Guðmundssonar, forstjóra flugfélagsins, er pappírsvinna meginástæða tafa sem orðið hafa á að Dornier-vélin væri skráð hér á Íslandi og fengið útgefið lofthæfisskírteini. Skjöl sem fylgi vélinni hafi ekki skilað sér hingað til lands fyrr en um mánuði eftir að þotan sjálf kom.

Hörður segir menn frá Þýskalandi hafa verið hér nýlega með flugvirkja Ernis á námskeiði og að flugmenn félagsins hafi farið til Austurríkis í þjálfun. Mjög flókið sé að bæta nýrri flugvélartegund í þann flota sem fyrir er. Enn er mikil pappírsvinna fram undan sem Hörður kveðst áætla að geti tekið fjórar til sex vikur.

Fyrirsjáanlegt sé að Ernir nái Dornier-vélinni ekki inn fyrir háannatímann um verslunarmannahelgina. Hörður segir þessa vél meðal annars eiga að nýtast í flug til Vestmannaeyja og Húsavíkur og að auki í leiguflug með hópa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.