Innlent

Hafa náð saman um myndun meiri­hluta í Reykja­nes­bæ

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Á myndinni má sjá bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ á komandi tímabili
Á myndinni má sjá bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ á komandi tímabili Vísir/Gvendur
Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Bein leið munu kynna nýtt meirihlutasamstarf flokkanna þriggja á morgun klukkan 12 í Duus Safnhúsum í Keflavík.

Verður málefnasamningur kynntur sem og skipting embætta í Bíósalnum en nýr meirihluti tekur við á bæjarstjórnarfundi þann 19. júní næstkomandi.

Flokkarnir þrír eru með sex manns í meirihluta bæjarstjórnar en á síðasta kjörtímabili voru Samfylkingin og Bein leið einnig í meirihluta en þá með Frjálsu afli. Ellefu fulltrúar eru í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×