Erlent

Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum

Birgir Olgeirsson skrifar
Kevin Spacey
Kevin Spacey Vísir/Getty

Óskarsverðlaunahafinn Kevin Spacey er harðlega gagnrýndur fyrir að beina athygli frá ásökunum á hendur honum um kynferðislega áreitni, með því að koma út úr skápnum.



Leikarinn Anthony Rapp, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Star Trek: Discovery, sagði í samtali við Buzzfeed að Spacey, sem þá var 26 ára, hefði boðið sér í teiti þegar Rapp var fjórtán ára gamall þar sem áreitið átti sér stað. Rapp sagði Spacey hafa lyft sér upp og borið hann að rúminu í íbúð sinni. Rapp áttaði sig á því að Spacey var að reyna að tæla sig.



Spacey brást við þessum fregnum á Twitter-síðu sinni þar sem hann biðst afsökunar á því að Rapp hafi þurft að bera þessar tilfinningar með sér til dagsins í dag. Ákvað Spacey um leið að tilkynna opinberlega að vilji lifa lífi sínu í dag sem samkynhneigður maður.



Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×