Innlent

Þrír enn undir eftirliti eftir þriggja bíla árekstur á Ólafsfjarðarvegi

Birgir Olgeirsson skrifar
Áreksturinn varð við vegamót Ólafsfjarðarvegar og Skíðadalsvegar klukkan hálf fjögur í gær.
Áreksturinn varð við vegamót Ólafsfjarðarvegar og Skíðadalsvegar klukkan hálf fjögur í gær. Vísir/Loftmyndir.is
Þrír eru enn á sjúkrahúsi eftir þriggja bíla árekstur við vegamót Ólafsfjarðarvegar og Skíðadalsvegar klukkan hálf fjögur í gær. Alls voru fjórir fluttir á sjúkrahús en einn þeirra var úrskurðaður látinn í gær.

Tveir þeirra munu gangast undir aðgerð í dag og er einn undir eftirliti lækna. Enginn þeirra þriggja sem eru á sjúkrahúsi er talinn í lífshættu en læknar fylgjast grannt með ástandi þeirra.

Alls voru fimm í þessum þremur bílum, tveir í einum, tveir öðrum og einn í þeim þriðja. Sá sem var einn ferð slasaðist ekki.  


Tengdar fréttir

Banaslys á Ólafsfjarðarvegi

Einn lést í þriggja bíla árekstri við vegamót Ólafsfjarðarvegar og Skíðadalsvegar um klukkan hálf fjögur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×