Innlent

Þrír með beinbrot og tveir undir eftirliti

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vísir/MHH
Þrír þeirra sem um borð voru í þyrlunni sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun í kvöld hafa verið lagðir inn á Landspítalann með beinbrot og önnur meiðsli. Tveir verða undir eftirliti í nótt.

Þyrla í eigu Ólafs Ólafssonar, fjárfestis og aðaleiganda Samskips brotlenti skömmu fyrir klukkan 8 skammt frá Nesjavallavirkjun.

Var hann sjálfur um borð ásamt íslenskum flugmanni og þremur erlendum farþegum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og Um 20:20 var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar búin að finna þyrluna og rétt um tíu mínútum síðar hafði hún náð að taka alla farþegana fimm um borð.

Var þá björgunarsveitum og slökkviliði snúið til baka. Flaug þyrla Landhelgisgæslunnar með farþegana á sjúkrahús í Reykjavík.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×