Lífið

Borgarfulltrúi Framsóknar: „Frelsum geirvörtuna-dagurinn er alveg hámark plebbismans“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir.
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir.

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, er ekki líkleg til að birta brjóstamynd af sér í tilefni #FreeTheNipple dagsins sem fjölmargir halda hátíðlegan í dag.

Guðfinnu virðist ekki þykja mikið til dagsins koma ef marka má ummæli hennar á Facebook.

„Frelsum geirvörtuna-dagurinn er alveg hámark plebbismans,“ skrifaði Guðfinna Jóhanna á Facebook í morgun en færsluna má sjá hér að neðan.

Færsla Guðfinnu hefur vakið töluverða athygli og margir sem tjá sig um hana á Twitter. Hún er þó langt í frá sú eina sem hefur gagnrýnt #FreeTheNipple byltinguna eins og sjá má í ummælakerfum við fyrri fréttir sem Vísir hefur skrifað vegna málsins.


Frelsum geirvörtuna-dagurinn er alveg hámark plebbismans

Posted by Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir on Thursday, March 26, 2015

Óhætt er að segja að Twitter hafi logað í gærkvöldi og enn í morgun þar sem Íslendingar birta brjóstamyndir af sér en konur berjast fyrir því að fá að birta brjóstamyndir af sér án athugasemda líkt og karlar gera.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.