Innlent

Íslendingur varð fyrir lest í Noregi og lést

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn látni starfaði í Noregi.
Hinn látni starfaði í Noregi.
Íslendingur um þrítugt lést eftir að hafa orðið fyrir lest nærri Narvik í norðurhluta Noregs á þriðjudagskvöldið. Fyrst var greint frá málinu hér á landi á vef DV.

Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir í samtali við Vísi að um Íslending hafi verið að ræða. Maðurinn starfaði í Noregi.

Í frétt norska Dagbladet frá því í gær segir að lestarstjóri hafi tilkynnt lögreglu klukkan 23.07 á þriðjudagskvöldið að staðartíma að lestinni hafi verið ekið á mann sem hafi þá verið staddur á lestarteinunum. Hann var úrskurðaður látinn eftir að sjúkralið kom á staðinn.

Svein Tore Engen, talsmaður lögreglu, segir í samtali við Dagbladet að ekki leiki grunur á að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.

Tæplega tuttugu þúsund manns búa í bænum Narvik í Noregi.Mynd af Google Maps



Fleiri fréttir

Sjá meira


×