Innlent

Íslensku stúlkurnar í 7 ára fangelsi

Boði Logason skrifar
Íslensku stúlkurnar tvær sem voru teknar með um þrjú kíló af kókaíni á alþjóðaflugvellinum í Prag í Tékklandi voru dæmdar 7 og 7 og hálfs árs fangelsi nú rétt í þessu.

Þórir Gunnarsson, ræðismaður Íslands í Prag, var viðstaddur dómsuppkvaðninguna og segir hann í samtali við fréttastofu að búið sé að áfrýja báðum dómunum. Stúlkurnar eru 19 ára gamlar.

Ástæða þess að önnur stúlknanna fékk þyngri dóm var sú að meira magn af kókaíni fannst í tösku hennar.

Þórir segir að loftið hafi verið spennuþrungið þegar dómarinn las upp dóm sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×