Erlent

Whitney Houston gengin aftur sem draugur

Söngkonan Whitney Houston liggur ekki kyrr í gröf sinni. Hún er gengin aftur og draugur hennar hefur tekið sér bólfestu á sameiginlegu heimili hennar og dótturinnar Bobbi Kristina í Georgíu.

Þetta kom fram í einkaviðtali Ophru Winfrey við Bobbi Kristina í nýjum sjónvarpsþætti Winfrey í gærkvöldi. Bobbi Kristina segir að draugur móður sinnar sé út um allt á heimilinu og stundum finni hún svo sterkt fyrir honum að hún á til að segja "Halló mamma" oft á dag.

Þá kemur fram í viðtalinu að Bobbi Kristina eigi mjög erfitt með að sætta sig við að móður sín sé látin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×