Innlent

Búið að opna veginn inn í Þórsmörk

Þórsmörk.
Þórsmörk.
Búið er að opna veginn inn í Þórsmörk samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Verið er að kanna ástand hálendisvega og nú þegar er allur akstur bannaður á hálendisvegum norðan Vatnajökuls og á nyrðri hluta Dettifossvegar vegna aurbleytu.

Þá er búið er að opna Skagastrandarveg, á milli Lækjardals og Mýrarvegar. Þar sem enn er verið að vinna við veginn eru vegfarendur beðnir að fara með gát.

Velflestar aðalleiðir eru greiðfærar þó eru hálkublettir á Mývatnsheiði, Hólasandi, Hófaskarðsleið, Sandvíkurheiði, Hellisheiði eystri, Öxi og Hálfdán. Þoka er á Þröskuldum, Klettsháls, Mikladal og Hálfdán. Vegfarendur á Fagradalshlíð á Skarðsströnd eru varaðir við skemmd í vegi þar sem grjót féll á veginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×