Handbolti

N1 deild kvenna í handbolta: Létt hjá Fram en enn léttara hjá Val

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagný Skúladóttir.
Dagný Skúladóttir.
Valur og Fram er spáð besta genginu í N1 deild kvenna í handbolta í vetur eins og undanfarin ár og bæði lið unnu sannfærandi útisigra í fyrstu umferð deildarinnar í dag.

Valskonur unnu Fylki með 23 marka mun og héldu Árbæjarkonum í 9 stigum á heimavelli. Framliðið lenti í smá vandræðum með FH í fyrri hálfleik en stakk af í þeim seinni.



Úrslit og markaskorarar í leikjunum:

Fylkir-Valur 9-32 (4-17)

Mörk Fylkis: Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 2, Tatjana Zukovska 2, Sigríður Rakel Ólafsdóttir 1, Katrín Hera Gústafsdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1, Ingibjörg Karlsdóttir 1,Erna Davíðsdóttir 1.

Mörk Vals: Dagný Skúladóttir 6, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 6, Þorgerður Anna Atladóttir 4, Rebekka Rut Skúladóttir 3, Íris Ásta Pétursdóttir 3, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 2, Aðalheiður Hreinsdóttir 2, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 2, Guðrún Lilja Gunnarsdóttir 2, Hildur Marín Andrésdóttir 1, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1.



FH-Fram 17-27 (10-15)

Mörk FH: Ásdís Sigurðardóttir 6, Elín Anna Baldursdóttir 3, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 3, Aníta Mjöll Ægisdóttir 2, Steinunn Snorradóttir 2, Sigrún Jóhannsdóttir 1.

Mörk Fram: Sunna Jónsdóttir 5, Ásta Birna Gunnarsdóttir 4, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Stella Sigurðardóttir 4, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Marthe Sördal 3, Elva Þóra Arnardóttir 1, María Karlsdóttir 1, Birna Berg Haraldsdóttir 1, Hekla Rún Ámundadóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×