Innlent

Geimgæðingar íslenskra listamanna slá í gegn á YouTube

Útskriftarverkefni nokkurra Íslendinga í danska skólanum Animation Workshop í Viborg í Danmörku fer nú sigurför á YouTube. Þannig hafa hátt í þrjú hundruð þúsund manns horft á myndbandið frá því það var sett inn í síðustu viku.

Myndbandið er nokkurskonar óður til gamalla teiknimynda og heitir Space Stallions. Þar má finna fjölmargar tilvísanir í barnaefni frá níunda áratugnum svo sem He-Man og Thundercats.

Íslendingarnir sem standa að verkefninu eru Þorvaldur S. Gunnarsson, Ágúst Kristinsson og Arna Snæbjörnsdóttir. Það er svo Friðfinnur Oculus Sigurðsson sem sér um tónlistina.

Verkefnið er eins og fyrr segir útskriftarverkefni hópsins. Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×