Innlent

Ólafur Ragnar með afgerandi forystu

Lóa Pind Aldísardóttir. skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson hefur tvöfalt meira fylgi en Þóra Arnórsdóttir í nýjustu skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Þóra toppaði of snemma, segir stjórnmálafræðingur.

Þetta er fyrsta könnunin sem birtist eftir að frambjóðendur fóru að koma fram í umræðuþáttum sjónvarpsstöðvanna og sýnir sannarlega breytt landslag.

Andrea er með eitt prósent þeirra sem tóku afstöðu, Ari Trausti bætir við sig, miðað við síðustu könnun okkar, og er komin í 8 prósent.

Hannes fær eitt prósent, Herdís bætir við sig og er með tæp 4%, en turnarnir tveir eru nú orðnir verulega misháir - Ólafur Ragnar mælist með 58% fylgi en Þóra tapar og mælist með 28%. Svo virðist sem Þóra sé að tapa fylgi til Ara Trausta, Herdísar og Ólafs, því óákveðnum hefur ekki fjölgað og eru enn um 28%.

Umtalsvert fleiri karlar en konur styðja Ólaf - og öfugt hjá Þóru þar sem mun fleiri konur styðja hana en karlar..

Ari Trausti með mun meira fylgi meðal fólks undir fimmtugu, Ólafur Ragnar nær jafnt til beggja aldurshópa - en Þóra, sem margir töldu vera að sækja sér fylgi til unga fólksins - nýtur hins vegar heldur meiri hylli meðal fólks yfir fimmtugu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×