Erlent

Kínverjar út í geim

Kínverjar hafa ákveðið að senda mannað geimfar út í geim í þessum mánuði. Það yrði í fjórða sinn sem Kínverjar skjóta upp mönnuðu geimfari síðan árið 2008.

Áætlað er að þrír geimfarar verði um borð Í Shenzhou níu, þar á meðal ein kona, og er ferðinni heitið til geimvísindastöðvarinnar Taingong eitt.

Geimfararnir leggja í hann frá norðvesturhluta landsins og munu gera vísindalegar tilraunir um borð í geimvísindastöðinni, sem Kínverjar áætla að fullklára fyrir árið 2020.

Umfjöllun BBC um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×