Innlent

Vilja stjórnarskrárbundna vernd transfólks

Nauðsynlegt er að bæta inn í stjórnarskrá og refsilöggjöfina ákvæði til verndar transfólki með kynvitund sem ekki samræmist þeirra líffræðilega kyni. Þetta segir í yfirlýsingu frá Samtökunum ´78 í tilefni af því að ráðist var á transmann í Reykjavík um helgina. Í yfirlýsingunni kalla Samtökin ´78 eftir umburðarlyndi og skilningi fólks á milli. Þjóðfélagið væri miklu minna virði ef allir væri steyptir í sama mót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×