Innlent

Þeir eru misjafnir siðir mannanna

Þeir eru misjafnir siðir mannanna daginn eftir fagnaðarlæti nýársnætur. Sjósundsgarparnir sem hittust í Nauthólsvík í morgun eru líklega þeir allra sprækustu.

Skammt er frá því að fólk þorði vart að nefna að það stundaði sjósund en nú telja meðlimis Sjósunds- og sjóðbaðsfélags Reykjavíkur um 350 manns og stöðugt bætist rauðþrútin hópinn.

Benedikt Hjartarson byrjaði að synda sjósund allan ársins hring fyrir um átta árum og hefur reyndar synt yfir Ermasundið síðan þá fyrstur Íslendinga.

„Þetta var náttúrulega voða gaman þegar við vorum kannski þrjú að berjast hingað niður eftir um hávetur og þorfðum ekki að segja neinum frá þessu," segir Benedikt og hlær.

„Maður var álitinn hetja hérna áður fyrr en núna er þetta ekki neitt neitt. Þetta geta allir og allir eru að gera þetta," segir Benedikt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×