Innlent

Tónleikum Costello í Hörpu frestað

Elvis Costello
Elvis Costello
Fyrirhuguðum tónleikum Elvis Costello í Hörpu hefur verið frestað. Tónleikarnir áttu að fara fram mánudaginn 21. nóvember.

Ástæða frestunarinnar eru alvarleg veikindi föður Costello og ætlar tónlistarmaðurinn því að fara til Englands og vera við hlið hans.

Fjölda annarra tónleika Costello hefur verið frestað vegna þessa, þar á meðal í Stokkhólmi, Malmö og Brussel.

Í tilkynningu frá Concert segir að fullur vilji sé til að halda tónleikana snemma á næsta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×