Innlent

Andstæðingar Icesave brutu persónuverndarlög

Jón Hákon Halldórsson skrifar
mynd úr safni
Icesave andstæðingar brutu persónuverndarlög í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave lögin á dögunum. Þetta er niðurstaða Persónuverndar sem birti úrskurð sinn í gær.

Samtökin Samstaða þjóðar gegn Icesave voru með undirskriftarsöfnun á vefsíðunni kjosum.is með kröfu um að forseti Íslands nýtti málskotsrétt sinn og synjaði Icesave lögunum staðfestingar þannig að skorið yrði úr um gildi þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslu. Karlmaður kvartaði yfir undirskriftasöfnuninni til Persónuverndar. Hann sagðist hafa sent aðstandendum undirskriftasöfnunarinnar erindi þar sem hann hafi farið fram á að vita hvort kennitala hans væri á undirskriftalistanum. Honum hafi ekki hafi borist svar og fór hann því fram á að Persónuvernd hlutaðist til um að aðstandendur söfnunarinnar veiti honum þær upplýsingar.

Persónuvernd segir að með því að draga það að svara manninum um það hvort nafn hans hefði verið sett á lista undirskriftasöfnunarinnar hafi aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar brotið persónuverndarlög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×