Innlent

Samtök gegn Icesave stofnuð

Hópur fólks, sem telur að hallað hafi á sjónarmið gegn Icesave-lögunum, hefur stofnað samtök.

Samtökin kallast ADVICE og segir í tilkynningu að þau muni leggja sig fram um að upplýsa um helstu rök gegn lögunum. Kosið verður um þau 9. apríl.

Í tilkynningunni kemur enn fremur fram að 15 manna hópur með ólíkar stjórnmálaskoðanir standi að samtökunum en hann er sammála um að farsælast sé fyrir Íslendinga að hafna Icesave-lögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×