Innlent

Krafturinn í eldgosinu svipaður og í gær

Eldgosið í Grímsvötnum
Eldgosið í Grímsvötnum Mynd/Egill
Hæð gosmakkarins úr eldgosinu í Grímsvötnum hefur rokkað frá 8 til 10 kílómetrum í morgun en í gær var hann 10 til 15 kílómetra hár. Á laugardagskvöld þegar gosið byrjaði náði gosmökkurinn 20 kílómetra upp í loftið.

Óróinn á svæðinu er á svipuðu róli frá því seinni partinn í gær og er krafturinn í gosinu mjög svipaður og í gær. Þetta segir Gunnar B. Guðmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Til samanburðar var gosmökkurinn af eldgosinu í Eyjafjallajökli í kringum 8 kílómetra, en fór upp í 12 þegar mest var. Hann segir að ekki sé hægt að segja til um það hversu lengi gosið stendur yfir en yfirleitt standa gos á þessu svæði yfir í nokkra daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×