Innlent

Svakalegasta myndband sem gert hefur verið fyrir útvarpsþátt

Auðunn Blöndal byrjar ekki með nýjan útvarpsþátt á hverjum degi, það er deginum ljósara. Í það minnsta ef miðað er við myndbandið sem hann hefur gert í tilefni þess að á föstudaginn fer hann í loftið í fyrsta skipti með þáttinn sinn, FM95BLÖ.

Vísir frumsýnir hér myndbandið þar sem Auðunn fer á kostum ásamt vinum sínum sem hann hefur fengið með sér í þáttinn. Þetta eru, eins og segir í laginu:



Björn Bragi verður með honum á mánudögum

Sveppi Krull tekur þriðjudaga á sig

Hjöbbi Ká verður alla fimmtudaga

og á föstudögum verða þetta 2 harðir

Myndbandið er af dýrustu sort, enda eru það engir aðrir en hinir margverðlaunuðu Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson sem leikstýra því. Það er ljóst að Auðunn og félagar geta hæglega farið beinustu leið í tónlistarageirann ef þeim sýnist svo.

Kíkið á myndbandið hér fyrir ofan eða á sjónvarpssíðu Vísis. Einnig er hægt að fletta myndasafni úr myndbandinu með því að ýta á myndina með fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×