Innlent

Búið að taka skýrslur af sjö konum

Sjö konur saka Gunnar um kynferðisbrot
Sjö konur saka Gunnar um kynferðisbrot
Kynferðisbrotadeild lögreglunnar hefur lokið við að taka skýrslur af sjö konum sem saka Gunnar Þorsteinsson, fyrrverandi forstöðumann Krossins, um kynferðisbrot. Málinu hefur verið vísað til ákæruvaldsins. Gunnar hefur frá upphafi neitað sök.

Lögreglan tekur ekki afstöðu til þess hvort brot séu fyrnd, en meint brot Gunnars eru allt að tuttugu ára gömul. Ákæruvaldið metur slíkt og ákveður í framhaldinu hvort gefin verður út ákæra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×