Innlent

Ráðherra styður Norðmenn og Kanadamenn í deilum við ESB

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Bjarnason styður Norðmenn og Kanadamenn.
Jón Bjarnason styður Norðmenn og Kanadamenn.
Á fundi í deilunefnd Alþjóðaviðskiptamálastofnunarinnar á föstudaginn lýsti Ísland yfir stuðningi sínum við Noreg og Kanada í máli þeirra gegn Evrópusambandinu vegna reglugerðar Evrópusambandsins sem kveður á um bann við innflutningi á selaafurðum inn á markaðssvæði ESB. Þá óskaði Ísland jafnframt eftir því að taka þátt í málsmeðferð kærunefndar í máli Kanada og Noregs gegn Evrópusambandinu sem þriðji aðili.

Í frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu segir að þessi ákvörðun sé að fullu í samræmi við fyrri yfirlýsingar Íslands á alþjóðavettvangi en í september síðastliðinn var Ísland aðili að sameiginlegri yfirlýsingu á vettvangi Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO) ásamt Noregi, Grænlandi, Færeyjum, Rússlandi, Japan og Kanada, þar sem innflutningsbanninu var mótmælt, þar sem það græfi undan alþjóðlega viðurkenndum grundvallarreglum um verndun og nýtingu sjávarauðlinda í Norður-Atlantshafi.

Norska blaðið ABC segir hins vegar að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, sem sé hallur undir Evrópusambandið, sé andvígur stuðningi við deilur Noregs og Kanada við Evrópusambandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×