Innlent

Borgarstjóri Reykjavíkur mótmælir við Alþingi

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, er í fremstu línu mótmælenda við Alþingi en þar standa yfir mótmæli gegn mannréttindabrotum í Slóvakíu. Íslandsdeild Amnesty International stendur fyrir mótmælunum sem hófust klukkan 9.10.

Forseti landsins, Ivan Gašparovi , heimsækir Alþingi í dag og fundar með þingmönnum. Hann er væntanlegur á hverri stundu.

„Íslandsdeild Amnesty International hefur sent forsætisráðherra, utanríkisráðherra, forseta Íslands og alþingismönnum bréf þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að vekja athygli forseta Slóvakíu á mannréttindabrotum gegn Róma-börnum í Slóvakíu, sem eru umfjöllunarefni í nýrri skýrslu Amnesty International," segir í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×