Innlent

Engin aska í loftinu og heiðskýrt og fallegt veður

Eyjafjallajökull er hættur að gjósa - í bili.
Eyjafjallajökull er hættur að gjósa - í bili. Mynd Stefán Karlsson

Enginn gosmökkur er nú frá Eyjafjallajökli og sjást aðeins litlar gufubólstrar á toppnum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli er engin aska í loftinu og heiðskýrt og fallegt veður.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu dró úr skjálftavirkni í jöklinum upp úr miðnætti en þá höfðu nokkrir skjálftar mælst undir jöklinum. Þeir voru allir frekar smáir og grunnir.

Einn skjálfti hefur mælst í jöklinum frá miðnætti en hann var fremur smár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×