Innlent

Reykjavíkurframboðið kærir Stöð 2 til útvarpsréttarnefndar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Örn Sigurðsson er leiðtogi Reykjavíkurframboðsins. Mynd/ Hari.
Örn Sigurðsson er leiðtogi Reykjavíkurframboðsins. Mynd/ Hari.

Reykjavíkurframboðið hefur lagt fram kæru á Stöð 2 til útvarpsréttarnefndar vegna brots á 9. grein útvarpslaga. Krafist er tafarlausrar úrlausnar útvarpsréttarnefndar með tilliti til sveitarstjórnarkosninganna á laugardaginn.

Kæruefnið er að Stöð 2 býður 5 framboðum til kosningaumræðu á viðkvæmum tíma en útilokar 3 framboð frá umræðunni. Þetta telur framboðið skýlaust brot þar sem er tiltekið að öll sjónarmið í umdeildum málum eigi að fá umfjöllun.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×