Innlent

Hreiðar Már handtekinn vegna gruns um fjölmörg brot

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Grunur um margvísleg brot liggur til grundvallar handtökunni. Mynd/ Vilhelm.
Grunur um margvísleg brot liggur til grundvallar handtökunni. Mynd/ Vilhelm.
Til grundvallar á handtöku Hreiðars Más Sigurðssonar í dag liggur grunur um skjalabrot, auðgunarbrot, brot gegn lögum um verðbréfaviðskipti, þ.m.t. markaðsmisnotkun og loks gegn hlutafélagalögum.

Þetta segir í tilkynningu sem Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, hefur sent frá sér. Hann segir að til grundvallar rannsókninni séu kærur frá Fjármálaeftirlitinu og önnur gögn.

Sérstakur saksóknari nafngreinir reyndar ekki hinn handtekna en samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis er um Hreiðar Má að ræða. Hann var handtekinn eftir skýrslutöku sem fór fram í morgun. Farið var fram á gæsluvarðhald fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í kjölfarið til að tryggja rannsóknarhagsmuni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×