Innlent

Ölfus: A-listi og Framsókn ræða saman

Þorlákshöfn.
Þorlákshöfn.

A-listi, klofningsframboð sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Ölfusi, og Framsóknarflokkur, hófu í morgun viðræður um myndun nýs meirihluta. Sjálfstæðisflokkur var áður með hreinan meirihluta í Ölfusi, fjóra bæjarfulltrúa af sjö, en flokkurinn klofnaði í aðdraganda kosninganna þegar oddvita listans, Ólafi Áka Ragnarssyni, var sagt upp starfi bæjarstjóra.

Ólafur Áki stofnaði þá A-listann og náði hann tveimur mönnum, á kostnað D-listans, sem tapaði jafn mörgum. Framsóknarmenn, sem einnig hafa tvo bæjarfulltrúa, setja það þó sem skilyrði fyrir viðræðum við A-listann að Ólafur Áki verði ekki með en hann skipaði þriðja sæti A-listans og náði því ekki kjöri sem bæjarfulltrúi.

Ólafur Áki sagði í samtali við fréttastofuna að sér væri alveg ósárt um þetta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×