Innlent

Kallað í lögreglu vegna litfagurrar landnámshænu

Lögreglunni á Selfossi barst í gær tilkynning um lausagöngu fiðurfénaðar í Hveragerði. Þaðan hringdi húsmóðir og sagði að litfögur landnámshæna var að spranga um í garðinum sínum og vildi að lögreglan skærist í leikinn.

En vegna niðurskurðar þarf lögreglan nú að forgangsraða verkefnum, og gat því ekki brugðist við. Eftir því sem best er vitað, mun þetta vera fyrsta útkall vegna lausafjárgöngu fiðurfénaðar,í sögu lögreglunnar í Árnessýslu, og líklega hefur hænan haldið landnámi sínu áfram, því húmóðirin hringdi ekki aftur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×