Innlent

Verður að boða til kosninga

Þór Saari
Þór Saari

„Þetta er ömurleg niðurstaða. Það eina sem var ákveðið hér í dag er að hrunið verður ekki gert upp pólitískt. Það er hér pólitísk yfirstétt sem sló skjaldborg um sjálfa sig. Skjaldborgin hélt í þremur tilfellum af fjórum," segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.

„Það gengur ekki að 23 þingmenn hrunstjórnarinnar greiði hér atkvæði gegn því að félagar þeirra yrðu dregnir fyrir landsdóm. Þetta er pólitísk spilling á versta stigi og myndi ekki líðast í neinu öðru siðmenntuðu ríki."

„Hvað varðar Alþingi og lýðræðið á Íslandi þá verður almenningur að fá að segja álit sitt á stjórnvöldum, stjórnmálaflokkum og stjórnarfarinu í landinu.

Það verður að boða til Alþingiskosninga sem fyrst. Ég spyr: Ætla menn að setja þing hér á föstudaginn eins og ekkert hafi í skorist? Það er fullkomin geggjun", segir Þór. - shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×