Innlent

Jón Gnarr veitti styrki til forvarnarverkefna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Gnarr veitti styrki úr Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar í dag.
Jón Gnarr veitti styrki úr Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar í dag.
Jón Gnarr borgarstjóri úthlutaði níu styrkjum úr Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar í dag. Heildarupphæð styrkja nemur um 6.750 þúsund krónum að þessu sinni.

Styrkirnir renna meðal annars til verkefnanna Góðverkadagurinn, Hafnarkortið og vinafjölskyldur í Austurbæjarskóla. Í dag var veitt úr sjóðnum í sjöunda sinn. Borgarstjóri sagði við afhendingu styrkjanna að verkefnin sem hlotið hefðu styrki úr sjóðnum hefðu verið jafn ólík og þau hefðu verið mörg. Þau hefðu verið „allskonar" og skemmtileg - hvert á sinn hátt. En mest um vert væri að þau væru byggð á hugmyndum borgarbúa og sprottin upp af væntumþykju þeirra í garð borgarsamfélagsins í gegnum tíðina.

Forvarna- og framfarasjóðurinn var stofnaður árið 2007. Frá þeim tíma hafa 67 verkefni hlotið styrk úr sjóðnum auk þess sem úthlutað hefur verið úr honum til sérstakra átaksverkefna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×