Erlent

Bin Laden gerist umhverfisverndarsinni

Hryðjuverkaleiðtoginn Osama bin Laden hefur sent frá sér nýja hljóðupptöku þar sem hann fordæmir Bandaríkin og önnur iðnríki fyrir slælega frammistöðu í umhverfismálum og kennir þeim um hlýnun jarðar. Þarna kveður við nokkuð nýjan tón hjá Osama sem hingað til hefur beint athygli sinni að heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og framferði þeirra í Mið-Austurlöndum.

Hann gagnrýnir George Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseta fyrir að hafa hafnað Kyoto samkomulaginu og fordæmir einnig framgöngu alþjóðlegra stórfyrirtækja. Þá vitnar bin Laden einnig til Noam Chomskys sem hann segir hafa haft rétt fyrir sér þegar hann lýsti bandarískum stjórnvöldum við Mafíuna. „Bandaríkjamenn eru hinir einu sönnu hryðjuverkaenn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×