Innlent

Katrín er sammála Svandísi

Katrín Júlíusdóttir
Katrín Júlíusdóttir

Skýrsla Magma-nefndarinnar sýnir að kaup Magma á HS orku samræmdust lögum, að sögn Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. „Ég sé ekki betur en að nefndin komist að þeirri niðurstöðu að samningaleiðin sé sú eina færa,“ segir hún.

Katrín segir að það myndi kosta ríkið tugmilljarða að ganga inn í kaupin á þessari stundu, og því sé rétt að ganga til samninga við Magma um forkaupsrétt ríkisins og styttri leigutíma á auðlindinni og láta þar við sitja.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sagði í fréttum um helgina að niðurstaða nefndarinnar breytti engu um afstöðu ríkisstjórnarinnar. Áfram skuli stefnt að því að leiðrétta stöðuna gagnvart HS orku með tilliti til almannahagsmuna. Katrín segir að samningar við Magma yrðu í þágu almannahagsmuna og að þessu leyti séu þær því sammála. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×