Innlent

Icesave-sendinefndin kemur heim í kvöld

Forsætisráðuneytið.
Forsætisráðuneytið.

Samninganefndin sem fór utan til Bretlands í könnunarviðræður kemur heim í kvöld, þetta kom meðal annars fram eftir fund formanna stjórnmálaflokkanna í forsætisráðuneytinu. Fundinum lauk fyrir stundu en hann hófst síðdegis.

Meðal þeirra sem mættu á fundinn voru forseti Alþingis og formaður rannsókanrnefndar Alþingis, Páll Hreinsson. Það var rætt hvort fresta ætti þjóðaratkvæðagreiðslunni. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það mál enn sem komið er.

Samkvæmt heimildum Vísis er ekki ólíklegt að það dragi til tíðinda í Icesave-deilunni á morgun. Meðal annars vegna fréttar Financial Times þar sem fram kom að Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, væri hugsanlega tilbúinn að fallast á vaxtalaus lánakjör vegna Icesave-lánsins.

Það að sendinefndin sé leiðinni heim þýðir, samkvæmt heimildum, ekki að samningar séu í uppnámi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×