Innlent

Auglýsandi krefst nafnleyndar

Sá sem stendur á bak við auglýsingar á flettiskiltum í höfuðborginni gegn Evrópusambandsaðild Íslendinga vill ekki að nafn hans komi fram. Vegfarendur í Reykjavík hafa undanfarna mánuði rekið augun í auglýsingar á flettiskiltum borgarinnar þar sem birtur er íslenski fáninn og fáni Evrópusambandsins með orðinu NEI. Margir hafa velt því fyrir sér hver standi á bak við herferðina. Þær upplýsingar fengust hjá Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, að auglýsingin væri ekki á þeirra vegum.

Fréttastofa hafði samband við eiganda skiltisins sem er við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar og sagði hann auglýsandann hafa óskað eftir nafnleynd. Birting hverrar auglýsingar kostar um 80 þúsund krónur á mánuði, en það er sem sagt leyndarmál hver borgar fyrir það að segja nei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×