Innlent

Afhenti kínverskri sendinefnd mótmæli vegna handtöku ljóðskálds

Valur Grettisson skrifar
Jón Gnarr mótmælti mannréttindabrotum í Kína.
Jón Gnarr mótmælti mannréttindabrotum í Kína.

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, afhenti fyrrverandi borgarstjóra Peking, Liu Qi, bréf þar sem hann mótmælti handtöku kínverska ljóðskáldsins og mannréttindabaráttumannsins, Liu Xiaobo.

Borgarstjórinn fyrrverandi ræddi áður við Jón um jarðvarma og náttúruvernd. Í samtalinu lagði Jón mikla áherslu á frið. Samkvæmt heimildum Vísis afhenti Jón Liu Qi bréfið og hélt litla ræðu um mannréttindi.

Þá hefur Vísir það ennfremur eftir heimildum að borgarstjórinn fyrrverandi hafi orðið heldur kindarlegur og uppnám hafi orðið á meðal sendinefndarinnar við móttöku bréfsins.

Sendinefndin tók bréfið af Liu og stuttu síðar yfirgaf borgarstjórinn fyrrverandi ásamt föruneyti Ráðhúsið án þess að kveðja Jón formlega.

Jón greindi frá því á heimasíðu sinni að eftir að hann afhenti mótmælin hafi hann boðið mömmu sinni, tengdamömmu og ömmu upp á heimabakað bakkelsi.

Fyrir þá sem vilja kynna sér málstað ljóðskáldsins er hægt að byrja hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×