Innlent

Framlenging á greiðslustöðvun

kaupþing Bankinn sótti um frest á greiðslustöðvun og fékk samþykkt í þriðja sinn.fréttablaðið/gva
kaupþing Bankinn sótti um frest á greiðslustöðvun og fékk samþykkt í þriðja sinn.fréttablaðið/gva

Héraðsdómur hefur framlengt greiðslustöðvun Kaupþings fram til 24. nóvember þessa árs. Var það gert að beiðni bankans. Er þetta í þriðja sinn sem Kaupþing fær framlengingu á greiðslustöðvun. Hinn 24. nóvember 2008 var upphaflega veitt heimild til 13. febrúar 2009, síðan var framlengt til 13. nóvember og síðast til 13. ágúst 2010.

Eftir 24. nóvember mun bankinn fara sjálfkrafa í slitameðferð. Lög frá síðasta ári vernda bankann gegn lögsóknum, þvingunarúrræðum, innheimtuaðgerðum og öðrum lögsóknum á tímabilinu. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×