Innlent

Lengsti dómur níu og hálft ár

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar
Sakborningar í Pólstjörnumálinu hylja andlit sín við dómsuppkvaðningu í febrúar í fyrra.
Sakborningar í Pólstjörnumálinu hylja andlit sín við dómsuppkvaðningu í febrúar í fyrra. fréttablaðið/gva

Smyglmálið fyrir austan leiðir hugann að Pólstjörnumálinu svokallaða sem kom upp árið 2007. Sex sakborningar voru dæmdir hér á landi og einn í Færeyjum. Lengsta dóminn hlaut Einar Jökull Einarsson, níu og hálfs árs fangelsi fyrir að skipuleggja innflutninginn.



Fimmtudaginn 20. september gerði lögreglan áhlaup á skútuna Pólstjörnuna þar sem hún lá við bryggju á Fáskrúðsfirði. Menn í bíl í grenndinni voru einnig handteknir. Í ljós kom að í skútunni voru tæp 40 kíló af fíkniefnum.



Sex sakborningar hlutu samtals 32 ára fangelsi hér á landi. Guðbjarni Traustason hlaut sjö og hálfs árs dóm, Alvar Óskarsson sjö ára, Marínó Einar Árnason fimm og hálfs árs fangelsi og Bjarni Hrafnkelsson átján mánuði. Sjötti sakborningurinn var dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi.



Auk sexmenninganna var Birgir Páll Marteinsson dæmdur í sjö ára fangelsi í Færeyjum. Hann situr nú á Litla-Hrauni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×