Innlent

Grunaður um að taka upplýsingar frá RSK án leyfis

Grunur leikur á að forráðamaður IT ráðgjafar og hugbúnaðarþjónustunnar ehf., sem ætlaði að fara að birta upplýsingar um tengsl fyrirtækja og einstaklinga úr fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, hafi tekið með sér í heimildarleysi ýmsar upplýsingar þegar hann hætti störfum hjá ríkisskattstjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkisskattstjóra, en hann bannaði fyrirtækinu að dreifa upplýsingum úr skránni þegar í ljós kom að það hafði ekki aflað heimildar til þess hjá Persónuvernd. Þá segir í tilkynningunni að félagið hafi ekki virt skýr fyrirmæli laga um afhendingu ársreikninga undanfarin þrjú ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×