Innlent

ASÍ hvetur til mótmæla á Austurvelli í dag

Í dag klukkan 13 verður efnt til mótmæla fyrir framan Alþingishúsið vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í málefnum heimilanna. Frá Austurvelli verður síðan gengið að Stjórnarráðinu. ASÍ hvetur almenning til að taka þátt enda þolinmæðin gagnvart aðgerðarleysi stjórnvalda þrotin.

Í tilkynningu frá samtökunum Nýir tímar segir m.a.: "Við viljum minna stjórnvöld á að heimili landsmanna eru að brenna upp í skuldum og að sú "Skjaldborg" sem slá átti um hemilin sé hvergi sjáanleg.

Almenningur í landinu hefur þurft að sýna ótakmarkaða þolinmæði gagnvart stjórnvöldum sem á móti sýna landsmönnum enga vægð þegar að innheimtuaðgerðir eru annars vegar."

Þetta kemur fram á heimasíðu ASÍ í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×