Innlent

Kvikustreymi í Eyjafjallajökli gæti endað með eldgosi

Kristján Már Unnarsson skrifar

Kvikustreymi sem hafið er undir Eyjafjallajökli gæti endað með eldgosi, að mati Páls Einarssonar, prófessors við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, en telur þó líklegast að eldvirknin endi sem kvikuinnskot undir yfirborði eldstöðvarinnar.

Veðurstofan skýrði frá því í gær að viðvarandi jarðskjálftavirkni undir Eyjafjallajökli frá því í júníbyrjun benti til kvikuinnskots, á svipaðan hátt og gerðist árin 1994 og 1999. Eyjafjallajökull er virkt eldfjall og gaus síðast á árunum 1821-1823 fremur litlu gosi í tindi fjallsins. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, telur að þessi atburðarrás núna sé rétt að hefjast.

Hann segir að Eyjafjallajökull muni gjósa einn daginn og þá muni aðdragandinn vera svipaður og nú. Hinsvegar sé ekki hægt að slá neinu slíku föstu en möguleikinn sé þó fyrir hendi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×